Veiðireglur

Hér gilda almennar veiðireglur, sem flestum veiðimönnum eru kunnar. Auk þess gilda sérreglur fyrir ána sem birtast hér fyrir neðan. Almennt eru veiðimenn beðnir um að ganga um íslenska náttúru af virðingu, nota þau veiðitæki sem heimil eru og hirða eftir sig allt rusl.

  • Veiðiregla nr. 1

    Veiðimönnum ber að kynna sér allar reglur sem gilda á veiðisvæðinu svo vel, að ekki verði misbrestur á.  Sé veiðimaður í vafa um rétt sinn skal hann afla sér upplýsinga þar um, áður en ímyndaður réttur er nýttur. Vankunnátta eða ókunnugleiki er ekki gild afsökun.

  • Veiðiregla nr. 2

    Veiðivörður hefur heimild til að kanna veiðibúnað og veiðiaðferðir.

  • Veiðiregla nr. 3

    Veiðileyfi og/eða staðfestingu þess skal bera á sér við veiðarnar og sýna veiðiverði (eftirlitsmanni) sé þess óskað.

  • Veiðiregla nr. 4

    Veiðiréttur nær yfir báða árbakka Brunnár  sjá veiðikort af veiðisvæði.

  • Veiðiregla nr. 5

    Eingöngu er leyfilegt að veiða á flugu, flugustöng og fluguhjól. Ekki er leyfilegt að veiða með kaststöng eða öðrum veiðitækjum.Veiða má á þrjár (3) stangir í senn. 2 stangir á neðra svæðinu og 1 á efra svæði hverju sinni.

  • Veiðiregla nr. 6

    Heimilt er að tveir veiðimenn séu saman um stöng en þeir mega þó aldrei veiða báðir samtímis og skulu vera saman á veiðistað.

  • Veiðiregla nr. 7

    Hver veiðimaður má drepa eina (1) bleikju á degi hverjum (tvær vaktir). Allri bleikju yfir 44 cm skal sleppa. Öllum veiddum sjóbirting og urriða ber að sleppa. Aðstandendur Brunnár beina því hins vegar til veiðimanna að sleppa allri bleikju sem veiðist og leyfa tilvist hennar því að njóta vafans. Allan afla ber að skrá í veiðibók.

  • Veiðregla nr. 8

    Lögboðinn veiðitími eru 12 tímar.  Fyrri veiðivaktin er frá kl. 7.00 til kl.13.00. Seinni veiðivaktin er frá 16.00 og lýkur kl. 22.00. Hvíldartími er á veiðisvæðinu frá 13.00  16.00.  Athygli er vakin á því að í fullu samráði og samvinnu við veiðivörð er veiðimönnum gert mögulegt að nýta sér aðra veiðitíma. Veiðitími má þó ekki fara fram úr 12 tímum á degi hverjum. Síðasta veiðidag er veitt til kl. 12.00

  • Veiðiregla nr. 9

    Veiðimönnum er skylt að viðhafa góðar umgengnisvenjur við veiðisvæðin. Bannað er að skilja eftir rusl eða tómar umbúðir, svo sem gler eða dósir, vindlingaumbúðir, bréf, plast og annað þess háttar. Ónýt veiðilína og taumaefni getur verið háskalegt mönnum og málleysingjum. Ekki skilja neitt það eftir á veiðisvæðinu sem valdið getur óþrifnaði eða skaða.

  • Veiðiregla nr. 10

    Allur akstur utan vega veldur spjöllum á gróðri og landssvæðum og er af þeim sökum stranglega bannaður. Aka ber varlega eftir vegaslóðum en ekki yfir tún og gróið land og sýna þannig hvert öðru og fólkinu í sveitinni tillitssemi. Gangið vel um og skiljið ekkert eftir nema sporin.

  • Veiðiregla nr. 11

    Skylt er að skrá alla veiði í veiðibók og liggur bókin frammi í veiðihúsi. Skrá skal veiðistað, þyngd, lengd, kyn og hvaða fluga var notuð. Munið að skrá alla veiði nákvæmlega, hvort sem um er að ræða bleikju, sjóbirting, urriða eða aðrar þær tegundir fiska sem kunna að veiðast.

  • Veiðiregla nr. 12

    Brunná og umhverfi hennar er viðkvæmt veiðisvæði.  Umgengnin við náttúruna er andlit okkar út á við. Góð umgengni og virðing fyrir náttúrunni er einkenni allra góðra veiðimanna.

  • Veiðiregla nr. 13

    Brot á veiðireglum þessum getur varðað sviptingu veiðileyfis og brottrekstri af veiðisvæði Brunnár.