Veiðihúsið
Veiðihúsið við Brunná heitir Hvirfilvellir og ber nafn forns bæjarstæðis sem er ekki langt frá veiðihúsinu. Með góðu móti geta 6 til 8 manns gist í húsinu. Í húsinu eru 2 svefnherbergi. Í hverju herbergi fyrir sig er stórt (tvöfalt) rúm, rúmgott svefnloft, salerni með sturtu og vaski, nútímalegt eldhús, borðstofa og stofa. Í eldhúsinu er að finna öll nútíma tæki til eldamennsku s.s. stóran ísskáp, frysti, örbylgjuofn, eldavél, bökunaröfn, ristavél, kaffivél og hraðsuðuketil. Matardiskar, glös, bollar, hnífapör og eggjárn af ýmsum gerðum eru einnig til staðar.
Í húsinu er notarlegur sófi, sófaborð, sjónvarp og geisladiskaspilari ásamt útvarpi. Á svefnloftinu eru tvö rúm. Sitt hvoru megin við rúmin eru 4 svefndýnur. Rúmgóður 120 fm. sólpallur er við húsið og er kjörið að nota hann til útiveru þegar vel viðrar. Jafnframt er stórt og öflugt gasgrill að finna á sólpallinum sem og sólhúsgögn.
Umgengisreglur og almennar upplýsingar má sjá neðar á þessari síðu.