Rjúpna- og gæsaveiði

Við bjóðum upp á rjúpnaveiði með gistingu í veiðihúsi Brunnár. Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi á landi Brúnnár er veitir þeim einum heimild til rjúpna og gæsaveiða í eignarlöndum sem eru í umsjá veiðifélagsins.

Hvatt er til þess að hófsemi sé í fyrirrúmi og miðað sé við að hver og einn veiði ekki fleiri en 5–6 fugla –  þetta á sérstaklega við rjúpuna. Veiðimenn eru sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða sem hægt sé að forðast meðal annars með því að ljúka veiðum áður en rökkvar. Veiðimenn eru að sjálfsögðu hvattir til góðrar umgengi um landið.

Nánari upplýsingar um skotveiði á landi Brunnár veitir Oddur Ingason í síma 777-1600